Fyrstu tvö hafa engin nöfn C:

1)
Andvaka. Aftur. Alein.
Martraðir. Margar.
Síendurteknar.
Öskur. Grátur. Harmur.
Angist. Andköf. Andfælur.
Vakna.
Ein. Ekkert. Enginn.
Hræðsla. Hugsanir. Hvar ert þú ?
Ekki hér. Ekki hjá mér. Hvergi.
Sofna.
Seint og um síðir. Draumlaus svefn.
Ein. Alein. Án þín.
Á þá ósk heitasta að sofna að eilífu.
Vakna ekki. Dreyma ekki. Hverfa.
Hverfa til þín.
Ástin mín.

2)
Myrkur og kuldi
án þín
sólin aldrei skín
því þú ert sólin mín

Stjörnulaus himinn
þú ert ekki hér
allar stjörnurnar eru hjá þér
því þú ert stjörnurnar, fyrir mér

Hjartalaus eymd tekur yfir
hver hugsar um sitt
allt mitt er þitt
en þú tókst það, hjartað mitt


Störukeppni
Svo ákveðin, samt hikandi
og djörf allt í senn,
stara þau á mig
eina ferðina enn.
Þvinga mín til að stara á móti, þó vingjarnleg
þekki þau vel,
líta djúpt inn í mín
en ég kann því bara vel.
Horfi inn í þau, hugfangin,
sé bláan himininn í þeim,
gleymi mér í þeim og blikka.
Þau brosa glettnislega til mín,
og þú segir;
Tapaðir !


Vona að ykkur finnist þetta ekki hræðilega asnalegt :s C:
er þessi kínverji ?