Drullufínt

ég er ekkert fyrir fræðilegar tengingar
né fjarstæðukenndar vitnanir.
Ranglátar réttritunarfræði orðhengingar,
raunmatsaðstæðna ritanir.
Framúrstefnulegar forpokaðar lengingar
fjölskrúðugar braglitanir

Nei.
Ég er miklu meira gefin fyrir það
að slappa af
með kógí hönd
samræður um fjarlæg lönd
sem ég mun aldrei koma til.
En mér er alveg sama,
því ég hefða
drullufínt.