Jæja, við áttum að endursegja Þrymskviðu í hækum hérna í íslensku 303 :)
Hér er afraksturinn:

Þór vaknar reiður
Hamarinn hans er farinn
Loki kemur strax.

Freyja lánar ham.
Loki flýgur þá til Þryms
Jötuninn heilsar.

Hann er með hamar
Grafinn undir átta röst
Freyju vil í stað.

Freyja neitar því
að giftast illum jötni
Hún er alltof góð.

Loki kann gott ráð
Karlmenn búa kvennafín
lyklar og hattar.

„Kvennmenn“ tveir aka
Komnir í Jötunheima
Þrymur er glaður.

Veisla stendur hátt
Ásinn étur á sig gat
Loki lýgur hratt.

Systir Þryms er frek
Heimamundinn vill strax fá
virðingar í stað.

Vígja skal þá þau
Borinn inn er hamar þórs
beint á brúðarkné.

Þór hamar þekkir
Þrym og aðra drepur þá
Ás og hans hamar.
Af því að mér datt ekkert annað í hug.. Bleeeee