Stuðlar og höfuðstafir duttu úr leik hjá mér, en hér eru einskonar öfugmæli.



Málið málar mynd af mér,
setningar mig skapa.
Stíllinn stelur bragð‘af mér
og hefur mig að apa.

Dýrið gerði öfugt við,
það sem eðlið sagði,
annað dýr þó tók því við,
meðan þess eigið þagði.

Mynd er fögur máluð af
múrara með þvaður.
Sekkur tungl í Svartahaf
sagði mállaus maður.

Mældi páfi á íslensku
að smokkar væru góðir
fögnuðu á hebresku
kaþólikkar rjóðir.