Fyrirgefðu finnst mér við hæfi að segja,
fullur iðrunar ég lifi í efa
um þessa síðu ljóða er ekki hægt að þegja,
þeim vil ég hæstu einkunn gefa.

Hvernig finnst mönnum almennt samansafnið á www.ljod.is?
Erum við að sjá einhverja af stjörnum skáldalífsins á 21. öldinni skjóta rótum og blómstra í þessum garði yrkinganna?
Einhver sem nýtur almennt hylli meðal nýskáldanna?
Ætti að flokka ljóðin í formbundin ljóð annarsvegar og atómljóð hinsvegar?
Eða ætti yfirhöfuð að draga ljóð í dilka eins og lömb til slátrunar?

Hvað finnst fólki almennt?

Ég sit og veit ekki
en vil þó ábyggilega eitthvað
eitthvað, hvað?
enginn veit,
nema ég ef ég þá veit það

Það er ekki allt svona einfalt
því eitthvað annað öðrum finnst
því tölum við saman
rökræðum
en aldrei verða allir sammála um allt.