Hvernig væri það að geta flogið?
Bara fljúga burt frá vandræðunum?
Gleyma öllu, allt horfið og engar áhyggjur.
Engar tilfinningar, enginn ótti.
Bara fljúga burt og gleyma öllu.
Hvernig væri það?

Geta bara gleymt öllu, allt horfið.
Erfiðleikarnir farnir með einu vængjaþyti.
Enginn sársauki, engin ást.
Ekkert til að meiða sig á, bara fljúga.
Ekki óttast neitt, ekki hræðast neitt.
Bara fljúga.

Fljúga burt frá öllu, enginn með mér.
Ein með engum, ekkert að hugsa um.
Ekkert að forðast, ekkert að nálgast.
Gleyma öllu góða og vonda.
Engin framtíð, engin fortíð.
Bara núna.

Bætt við 5. september 2009 - 02:41
Gææææti verið að ég hafi póstað þessu áður. Held samt ekki.
Sorry ef svo er. :3