Þetta er eins og margt annað frá mér ljóð í fyrstu, síðan samil lag við.
————————

Þú gengur um með tíuþúsund engla í rassgatinu
og drauma svo heita að það svíður undann.
Og hvert sem þú ferð í rauðbláhvítu flíspeysunni þinni
text þér allstaðar að vekja eftirtekt
Því þú ert stærsta litla land í heimi
Ísafold

Ísafold
ég elska þig
þó að þú sért skuldum hlaðin
þá elska ég þig

Ég sé þig sjúga faggan,
Sé reykkúluna skríða niður hálsin og faðma lungun
Veit þér skammvara sælu, en langvarandi skaða
Eins og sápa sem á að hreinsa þig
en í staðinn skítur hún þig út
Eins og bankastjóri sem á að frelsa þig
En í staðinn steypir hann þér í æfilangar skuldir

Ísafold
ég elska þig
þó að þú sért í tilvistarkreppu
þá elska ég þig
———–

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=2EvC8l-z6pI
Hér er svo live útgáfa af laginu. Ekki alveg mín besta frammistaða og ljóðið ekki 100% en skilar sér þó.