Eitthvað sem ég fékk upp í andvöku.
————————————

En af hverju heldurðu að ég sé svona?!
Sérðu það ekki?! Hefur þér aldrei grunað, þó ekki væri nema eina litla stund á öllum þeim tíma; öll þessi ár, allur sá tími sem þú hefur eytt í að horfa á mig; varðstu virkilega aldrei, þótt ekki væri nema sekúndubrot, örlítið tortryggin?!
Fannstu aldrei fyrir neinu? Sástu aldrei þetta fölna og visnaða sem brosti með vörunum en grét með augunum?
Heyrðirðu aldrei snökt og grátkvein í hlátrinum, tókstu aldrei eftir því að öllum þeim tárum sem ég felldi við hlátur – tókstu aldrei eftir því að þeim fylgdu alltaf sorgartár?
Datt þér aldrei í hug að spyrja?
Ég veit ég vil ekki svara; ég veit bregðst illa við spurningum, og kannski er það ástæðan fyrir því að enginn þorir…eða þorði.
Fyrst enginn þorir, þá er öllum sama.
Þú veist alveg hvernig það er, að líða eins og öllum sé sama. Vera einskis virði. Gagnslaus. Sóun. Tímaeyðsla. Tilgangslaus.
En af hverju heldurðu að ég sé svona?