Í húminu held ég aleinn á brott
Ég vona þið hatið mig ekki.
En af veru minni hérna hlýst ekkert gott
Jafnvel náttmyrkrið með skapinu dekki.

Er ég var ungur var bros mitt bjart
Og augun mín spegluðu skapið
En nú spegla augun mín einungis svart
Í nóttinni veð ég krapið.

Ég hugsa til þess þegar allt var gott
Svo einföld og unaðsleg vera
Ég hefði aldrei hugsað um að hverfa á brott
En nú er ekkert annað að gera.

Þegar loks að ég finnst verð ég farinn í burt
Frá mér munið ekki heyra
Þó kaldur kroppurinn vildi leita í þurrt
Kom það sálinni ekki til greina

Grátið mig ekki, því mér finnst þetta gott
Dauðanum fylgir kraftur
Ég sé ekki eftir að hafa strokið á brott
Því brosið er komið aftur.