Óskhyggja draumanna
sem aldrei rættust.
Lituðu um tíma dauft lífið
sem vanþakklát við þáðum með tímabundnum þökkum.
Aðeins tímabundið ástand hugans
sem við leyfðum að gerast.
En misstum á endanum stjórn á
og týnd röltum hvort sína leið.
Alelda að innan
og að utan full heiftar.
Af minni hálfu
ber eftirsjáin augljós merkin sem ég dyl
bak við grímu mína, sniðna mínum þörfum.
Lifandi inni í huga mér,
minningin sem kvelur þreyttan hugann
og heiminn sem hann hýsir.
Samt sem áður óásættanleg og afstæð,
ástæða slitanna
milli áður samstæðra einstaklinga.
Niðurbrotin af sjálfum sér og öðrum,
duglaus af fyrirlitningu efnisheimsins,
hrintu loks hvoru öðru frá.
Og villtust í myrkrið.
Bundin einungis af órjúfandi böndum lífsins,
ofnum af þeim.
Jafnvægi draumanna að eilífu skert.
Þar til þau sameinast á ný í eftirlífinu.