Eftir margra ára
tölvusetu
kom hann nú heim
með tárin í augunum
og kveikti á vélinni;
varð rólegri þegar hann heyrði gamla
suðið sem hann hafði heyrt
frá henni síðan á fermingardaginn.
Hann fann ró færast yfir sig
þegar hannn heyrði gamla upphafstóninn
sem hann hafðu hlustað á öll þessi
ár í eyrum sínum.
Hann andaði léttar þegar hann
pikkaði inn lykilorðið,
eini aðgangurinn sem hann hafði alltaf
greiða leið að og
enginn annar en hann.
Öll ljótu orðin sem
höfðu verið sögð
nokkrum mínútum áður voru ekki jafn sár
þegar hann fylgdist með öllu koma upp.
Allar athugasemdirnar urðu óljósari
þegar hann hreyfði músina gætilega yfir
bakgruninn,
undir hans stjórn og
hann gat fært hana eins og honum hentaði.
Öll glottin á ljótu andlitunum
deyfðust þegar hann fylgdist með
manninum með ljáinn koma upp á skjáinn
og glotta til sín.
Hann fór ósjálfrátt að brosa
þegar hann fór inn í nýja tölvuleikinn
þar sem hann gat alltaf verið
og öllum var sama um það hvernig hann leit út.
Tárin fóru meiri að segja þegar
hann var byrjaður að spila við fólk
sem var alveg sama hvernig hann var klæddur
og hvernig tónlist hann hlustaði á.
Svona hafði þetta gengið
árum saman og hélt áfram,
þar til hannn vildi ekki lengur vera á meðal
ljótu andlitanna sem hæddust að honum
og sögðu öll ljótin orðin við hann
sem stungust í sál hans
eims og gaddar og
rifu djúpt í sálina svo
það var byrjað að blæða.
Hann kveikti á vélinni
og beið eftir að heyra í suðinu,
það myndi kannski róa hann
og stoppa blæðinguna sem var
alveg að gera útaf við hann.
Hann beið eftir suðinu en
það kom aldrei.
Hann varð skelfingu lostinn og
reyndi hvað eftir annað að
fá vélina í gang,
það eina sem hafði aldrei snúið
við honum baki og alltaf
getað fengið hann til að gleyma þessum
ljóta heimi sam hann bjó í.
Ekkert gerðist og
í hræðslu sinni reif hann
hana til sín og ákvað að rífa hana í
sundur og sjá
þennan eina vin sem hann hafði átt.
Þegar hann hafði rifið allt upp
og iðaði í skinninu á meðan hann leit inn
til þess að berja vin sinn augum
sá hann að vélin var
tóm.