Ég alltaf hef lifað
aðeins fyrir mig
en ein stund og þú varst hér
lítil og ljúf

…svo fullkomin

Lífið tók beygju og brautin
sem eitt sinn var bara ég
urðum þú og ég
Lífið fullkomnað

…með þér

Þú ert líf mitt og þrá
vonarneisti um sælustundir
ár eftir ár, með þér
Litla ljúfan mín

…svo falleg

Fyrir mér ertu heimurinn,
lífið og ástin
Svo sterk er þessi ást
hvort sem ég hlæ eða græt

ég elska þig allar stundir, elsku ástin mín
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"