'I tilefni af komu nokkurra nýrra hugara, sé ég mig knúinn til að skrifa þessa grein. Það virðist sem svo að einhverjir(ónafngreindir) hérna hafi gaman að því að gera eins lítið og mögulegt er úr kveðskapnum, og þar af leiðandi skáldunum, sem birtist hér á huga. Hvað þeir fá út slíku, veit ég ekki. Þetta segir aftur á móti mikið um lítilfjörlegt líf þeirra ef þetta er gamanið hjá þeim.
Það eru vinsamleg tilmæli mín, og taki hver til sín sem á, að gagnrýni sem er sett fram sé UPPBYGGILEG. Það græðir enginn á gangrýni sem gerir lítið úr skáldi eða ljóði, gagnrýni sem gengur út á að vera fyndinn eða hreint út sagt, leiðinlegur. 'Agæt lífsspeki er, að ef maður hefur ekkert jákvætt að segja er betra að þegja. Ef að ykkur mislíkar eitthvað í fari ljóðs, bendið þá á það og segið hvað mætti betur fara. Gagnrýni eins og …þetta er það ömurlegasta sem ég hef lesið um ævina…kallarðu þetta ljóð!?!…hættu að yrkja, þú ert ömurlegt skáld…. er ekki góð gagnrýni.
Svo maður vitni nú í Dýrin í Hálsaskógi…öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir….