Mér finnst ég vera gagni gæddur maður,
glaður vil um heiminn taumlaus sveima.
Ferðast víða, rjóður, reifur, hraður.
En rosalega er gott að vera heima.

Þroska og anda ferðafýsnin bætir
frelsar sál, þá depurð ég mun gleyma.
En ferðalagið man og mig það kætir.
Mikið er samt gott að vera heima.

Ísland á sér ótal fagra fossa,
í fjallahlíðum ljúfir lækir streyma.
Við aftann röðull sendir sæta kossa.
Samt er stundum gott að vera heima.

Heima sit ég styggur, stúrinn lyndi.
Stytti langa daga með að dreyma.
Dreymi um mitt ævintýrayndi.
Er þá ekkert spes að hanga heima?