Ég veit ekki hvort þetta er einfaldlega súrrealískt eða póstmódernískt en maður hljómar svo fræðilega ef maður notar slík orð. Ég var allavega í svo góðu skapi og ákvað að skrifa þetta ljóð. Viðurkenni það fúslega að það er ekki mjög dýrkveðið, en ég er í svo góðu skapi að mér er alveg sama :p


súrrealískt ljóð um hamingju


byrjun
sem meikar ekki sense
færist svo útí
mikinn súrleika

gult, blátt, rautt
og allar mögulegar samblöndur
þessir þrír, litir
þó svo að hvítur sé ráðandi

margir vilja meina að lífið sé svart
en vísindamenn segja að sá litur sé ekki til
hann er bara ekkert, sem er ekki til
en ef allt er til er þá ekki ekki neitt til líka?

er allt til?

ég sé allavega ekki ekki neitt.
indoubitably