Tvisvar á ári, fyrir jól og að vori
Menntaskólanemar úr samfélagi horfnir
Sitja þá inni, fyrir prófin þeir læra
læra það sama og þeir lásu í gærdag
lesa svo vel svo prófin þeir standist
vona innilega að í engu þeir falli

Svo er það annað hvernig tímann þeir nýta
Læra kannski ekkert né í bækurnar líta
Trúa því kannski að þau fái áttu
Enda svo á því að taka áfangann aftur
Er í þeirri stöðu að læra undir próf
Ég nenni því ekki svo ég sem bara ljóð