Vá hvað ég lá andvaka í nótt vegna tjaldsinns sem ákvað að gera sér hreiður beint fyrir utan gluggann minn! ég ætla sko ekki að vera vinkona hans! Í andvökunni tók ég mig til og missti mig aðeins, hef ekki samið ljóð í langan tíma en ákvað að láta slag standa og hér er útkoman!

Bið ég þessa björtu nótt,
böðuð fuglasöng og hlýju
Að auka á minn sálar þrótt
Svo sofnað geti að nýju.

______________________

Tjaldurinn við gluggann minn
Syngur svanasönginn sinn
Heldur vöku fyrir mér
Ohh hvað mig langar að kála þér.

_______________________

Velta, snúa til og frá
Bölva fugla vargi
Vona, biðja og það þrá
Að hætti hann þessu gargi!


voða einföld, vantar í þau stuðla og rímið er ekki eitthvað til að vera stolt af en mér finnst þau góð þrátt fyrir allt ^^, . Endilega kommenta og svona svo ég sjái hvað ég þarf að gera betur ;)
Að hafa skoðun er réttur allra. Ég á mínar og þú átt þínar, þú mátt tjá þig um þínar skoðanir en ekki þröngva þeim upp á mig