Einu sinni við Ölfusfljót
eygði ég mér ganga í mót
litla, sæta, ljúfa snót.
Lífið brosti fagurt við mér,
sæll ég gekk og hún við hlið mér.
Hjartað kátt sló gleðislag,
söng sinn brag við lífsins lag
er ljúft við sigldum ástarfleyi.
Eitt ég veit og satt það segi:
seint ég gleymi þessum degi.