Sjáið þessa stelpu, klædd svörtu.
Bíður eftir að dauðinn taki hana til sín.
Ó, sjáið þessa stelpu.
Hlýtur eitthvað að vera að.
Annars myndi hún ekki klæða sig svona.
Sjáið þessa stelpu, málar sig of mikið.
Bíður eftir að taka síðasta andardráttinn.
Ó, sjáið þessa stelpu.
Eitthvað er að, sem enginn vill laga.
Sem enginn vill reyna að skilja.
Sjáið þessa stelpu, löngu dáin.
Hvað gæti hugsanlega verið að þessari unglingsstelpu.
Ó, þessi stelpa.
Þessi svartklædda stelpa.
Finndu hamingjuna fljótt.
Áður en að það er of seint.
En það er ekkert sem ég get breytt.