Sá þig,
fann hvað ég sakna,
hvað hjartað þráir
og sálin þarfnast,
þessi augu,
brosið, litlu spékopparnir,
hláturinn, hárið,
þetta hjarta,
sem ég eitt sinn átti,
en týndi,
í faðm annarra.
vona hún viti hversu heppin,
að eiga þetta bros,
hláturinn, hárið,
þessi fallegu augu,
og hjartað,
sem eitt sinn sló í takt við mitt,
en er nú í eigu annarra.
Numbing the pain for a while will make it worse when you finally feel it -Albus Dumbledore