Þetta ljóð samdi ég árið 2005 þegar skólinn minn (Grundaskóli) vann íslensku menntaverðlaunin.
Það var gert svona litla bók sem var gjöf til forseta Íslands og ég gerði eitt lítið ljóð sem að fór í bókina :) Ég var s,s í fimmta bekk þegar ég samdi þetta ..

Dagar / Nætur
Dagarnir á Íslandi eru fallegir, en næturnar enn fegurri.
Á daginn rífast sólin og rigningin þangað til að önnur þeirra flýr burt, en um nóttina dansa stjörnurnar í kringum tunglið á meðan Karlsvagninn þýtur um himingeiminn.
Svo um fagrar vetranætur bætast Norðurljósin í hópinn og þau dansa öll saman þangað til að sólin og rigningin hittast á ný.
ég er stoltur aðdáandi namibískra nærbuxnabónda !