Til hvers erum við að greina ljóð? Einhverjir myndu segja að það færði okkur nær því að skilja ljóðið sem verið er að greina. Enn aðrir myndu benda á að það væri bara bull. Ég er sammála fyrri skoðuninni.
Öll munum við eftir því að hafa setið í grunnskóla og hlustað í 5-10.bekk á romsu íslenskukennara um stuðla, höfuðstafi, karlrím og kvenrím. Þessi hugtök eru nokkurn veginn grunnhugtök í íslenskri ljóðagerð. Það gefur mikið af sér að kunna þessi hugtök vel. Svo þegar við komum í menntaskóla bætast við endurtekningar, myndhverfingar, persónugervingar ofl.ofl..
Ástæðan fyrir því að þessi hugtök eru til er einföld. Það datt einhverjum í hug að skrifa ljóð með þessum stílbrögðum. Svo hafa þessi stílbrögð flust á milli skálda, í bragformum eða jafnvel bragleysum.
En hvaða áhrif hefur það á skilning lesandans á ljóði ef að einhverjum þessara stílbragða sé beitt? Tökum sem dæmi markvissa endurtekningu, hún er oft notuð til að hægja á atburðarrás en hraðar lestri lesandans. Þessar andstæður virka mjög vel saman í texta.
Þegar þú sem lesandi kannt þessi hugtök, greinir ljóð jafnvel út frá þeim áttu auðveldara með að beita þeim sem skáld. Ljóðið hættir að vera fyrir þér tilfinningadagbókin þín og verður að miðli. Þú lítur með allt öðrum augum á það sem þú skrifar og fyrir vikið lest allt öðruvísi. Þú þrítekur ekki sömu setninguna bara af því að það er ,,cool“ heldur ber það með sér vissa merkingu(td.töluna 3!).
Það er ágætt, til að ná valdi á þessum hugtökum, að æfa sig, yrkja nóg af ljóðum og greina ljóð annarra. Vegna þess að þegar þú hefur náð valdi á þessum hugtökum verður svo miklu auðveldara að ,,brjóta reglurnar”. Atómskáldin, sem öll brutu reglurnar, kunnu góð skil á þessum reglum og beitu þeim, jafnvel skrifuðu gegn þeim.
Mín skoðun er sú, að við eigum að nota svolítið það sem við höfum lært og reyna að greina svolítið okkur sjálf og hvort annað. Það er ágæt æfing í því. Sjá hvort að Zorglubb notar karlrím eða kvenrím, eða bara hvort hann rímar, hvort að pardus noti andstæður eða hliðstæður. Við verðum í það minnsta eki verri fyrir vikið….