Jólatréð stendur í stofunni hjá mér
undir því er pakkinn frá þér.
Í matartímanum er ég að verða gal
inn í mér bergmálar pakkatal.
Loksins opna ég pakkan frá þér
spenningurinn deyr innra með mér.
Í pakkanum eru buxur og sokkar
ullarpeysa og tungulokkar.
,,Afhverju?’’ græt ég í kokkinn
grenja meira og snýti mér í sokkinn.
,,Kannki hélt hún þú vildir þetta,
en í mínum pakka var lambhúshetta’’
svaraði kokkurinn
hann var orðinn slímugur, sokkurinn.
Allt í einu mundi ég eftir kortinu frá þér
á sama tíma lifnar yfir mér,
ríf upp kortið í skyndi
les það með mikilli yndi.
‘’Mundnu boðskap jólanna, mamma mín
kær kveðja elsta dóttir þín’’