Helgarbröltið dilka dregur,
dansa timburmenn,
höfuðið á mér hálft tonn vegur,
held það springi senn.

—–

Á föstudögum frelsið er,
fegins hendi tekið,
á mánudögum mönnum sér,
miskunnar ekki blekið.

Höf: vulkanus