Ég sakna þín, en samt ekki þín
Heldur þess sem þú framkallar í mér
Sakna handa þinna en samt ekki þeirra
Heldur rafstraumsins sem þær senda niður bak mér
Sakna vara þinna, en ekki varanna
Heldur hvernig kossar þeirra vekja hungur mitt
Sakna ekki orðanna sem þú notar
Heldur þess hvernig þau koma mér í annarlegt ástand
Sakna líkama þíns ekki því hann leggst fullkomlega að mínum
Heldur vegna þess hve hlýr hann er
sakna augna þinna en ekki vegna dýptar þeirra
heldur hvernig þau horfa á mig.
Ég sakna þín, samt ekki bara þín heldur
okkar…
I don't believe in low fat cooking