svart húm,
siglir yfir
sléttuna

Rökkur
sem engin ljós kveikir
eins og ábreiða

sem þú dregur upp
yfir axlir þér
en finnur hvergi
hlýju

langt í burtu
hljómar
einmana kráka

og myrkur
skín af fjöðrum hennar

þú finnur dofa
í fingrunum
og hugsar

hvar er sú sól
er áður tengdi saman jörð og himinn

því í kvöld
siglir svart húmið
yfir sléttuna