Fólk les agndofa um voðaverk og íllsku heimsbúa
skilur ekki upptökin né afleiðingarnar

sumir éta upp þýddar pælingar frægra hugsuða
með hrokafullum viskutón og harðlæst eyru
aðrir reyna að hugsa sem minnst og gleyma

ég sé bardaga háða á hverjum degi
nær en við viljum þora að viðurkenna
þeir særðu blæða þurrum tárum þegar enginn sér
hljóta sár sem gróa seint eða aldrei

nú fer ég að sofa
en á morgun skelli ég mér aftur í fremstu víglínu
“True words are never spoken”