Vil benda skáldum og ljóðaáhugamönnun á þetta.

Frá tölvupósti til háskólanema:


“Í tilefni af Ári tungumálanna 2001 og verkefninu MENNINGARMIÐLUN Í LJÓÐI OG VERKI,
alþjóðlegri ráðstefnu um ljóðaþýðingar sem fram fer hér á landi dagana 14. til 16.
desember nk. á vegum
Hugvísindastofnunar og Þýðingaseturs Háskóla Íslands mun LESBÓK
Morgunblaðsins efna til ljóðaþýðingasamkeppni sem er öllum opin en í henni verða
veitt vegleg verðlaun fyrir íslenskar þýðingar á erlendum ljóðum og þýðingu
íslensks ljóðs á erlenda tungu. Verðlaun í samkeppninni verða afhent á lokahátíð
ráðstefnunnar 16. desember og verðlaunaljóðin birt í Lesbók.
Skilafrestur er 5. desember. Skila skal þýðingum ásamt frumtextum til
Lesbókar Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík, merkt
Ljóðaþýðingasamkeppni. Höfundar skulu merkja þýðingarnar með dulnefni en láta nafn
sitt fylgja í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Í dómnefnd
samkeppninnar sitja Kristján Árnason, dósent við Háskóla Íslands, skáld og þýðandi,
Sigurður Pálsson, skáld og þýðandi, og Þröstur Helgason, umsjónarmaður Lesbókar.

Dr. Gauti Kristmannsson
Þýðingasetri Hugvísindastofnunar H.Í.
University of Iceland Translation Centre
Háskóli Íslands
Nýja-Garði v/Suðurgötu
IS-101 Reykjavík
Iceland”

P&L
Ásta