Að morgni fögur sólin rís,
dansar í sólinni blómadís.
Speglast í dögginni regnbogi,
í brjóstum brennur lífslogi.


Trjástofnar umvafðir fegurstu blóma,
fjarlæg skýin minna helst á rjóma.
Lyngið syngur og gefur góðan angan,
enginn þjáist af sárri svangan.


En öfund brennur í fjarlægum heimi,
hljóðlátar verur liggja í leyni.
Er nóttin snýr aftur verða bumbur barðar,
brotist verður inn er við sofum óvarðar.


Senn leggst sólin í dvala,
hún mun ei skína uns hanar gala.
Rökkrið málar skýin dökk,
grasið græna hverfur í þokumökk.


Heyrast fjarlæg öskur og köll,
skuggaverur skríða niður fjöll.
Friður mun ei ríkja þessa nótt,
né mun nokkur geta sofið rótt.