'Eg hef oft velt fyrir mér, á undaförnum árum, hvort ljóðformið sem táknmiðill sé búinn að ná hámarki sínu. Eftir að formbyltingin var gerð, virðist sem að ljóðið sé komið í öngstræti. Sé ljóðinu stillt upp við hlið skáldsögunni kemur í ljós að ljóðið er eins og hrörnandi hundur, gamall og skapstyggur en skáldsagan léttur og leikandi hvolpur. Skáldsagan er opin í báða enda en mér virðist ljóðið ekki á sömu braut.
Hvað finnst ykkur?