Með tónlistina í botni
(ofsafenginn sláttur trommarans
keppir við dynjandi hjartsláttinn,
hvínandi rafmögnuð bassalínan
sárari en suðið í eyrunum)
vonast ég til þess að bítið
elti mig uppi,
berji mig, bíti mig,
valti yfir mig,
sprengi í mér hljóðhimnurnar,
hausinn í tætlur.

Þá flýr kannski burtu illfyglið
sem á sér hreiður þar.
I can't do everything, but I'd do anything for you…