Er einhver hérna sem getur bent mér á rímur á netinu?
Nú hugsar maður sem svo að það séu bara einhverjir gamlir kallar sem heita Meyfróður með tóbakshor í nös sem hafa áhuga á rímum, en staðreyndin er vonandi önnur…
Og þessir kallar eru þá líklega ekki mikið á netinu.
En ef einhver falinn fjársjóður leynist í netheimum er það frábært..
Það væri líka gott ef einhver hérna myndi taka sig saman og safna öllum þeim rímum sem hægt er að finna á netinu, og stofna einhversskonar “Rímnasíðu Íslands” sem væri þá í samstarfi við rímnafélög hérna á landinu. Það myndi stórlega vekja áhuga landans á vísum og (rímuðum) ljóðum.

Svo um þetta áhugamál. Eru ekki fleiri hérna sem eru að semja rímuð ljóð? Mín persónulega skoðun á þessum atómnútímaórímuðu ljóðum er að mér finnst þau ekkert spennandi. Það sem plottið virkar útá (eftir því sem ég best skil) er að komast sem best að orði um eitthvað mál sem er pælingar vert. Það er einhvernveginn allt og mikið af þessari teguna hérna á ljóðaáhugamálinu.
Rímuð ljóð eru allt annað mál. Það er hægt að gera góðar vísur sem eru fyndnar, öfugt við súrrealísk ljóð sem eru oftast um ástina eða sorg. Það form virðist henta þeim betur.
Góðar vísur eru líka flottar, og geta eins fjallað um sorgina og ástina og þessháttar mál, og verið flott útaf ríminu í leiðinni. Þar er líka notað gott mál, eins og í nútímaljóðum, svo að eftir allt saman, eru þá rímuð ljóð fulkomnari gerð að ljóðum en þau nýju? Ég bara spyr.

Ef einhver hérna er algerlega á móti míum skoðunum, þá gerið þið svo vel, (lyklab)orðið er laust. :)

Hvurslags