Sólin sagði sjáðu mig
En enginn vildi opna augun
Svo hún sat í skugganum

Skugginn vildi vera einn með vindinum
En vindurinn vildi fara heim

Svo sólin og skugginn horfðu á hafið
Hrygg í bragði og bitur
Einmana því enginn elskar þau
Nema sjórinn
Sem er með stórt og kalt hjarta.