Langar að deila með ykkur einu ljóði/sögu/einhverju sem ég var að vinna í. Frumsamið semsagt.

Umlukinn dauða og rósum
lifandi lít ég upp til þín.
Langar að segja þrjú lítil orð,
en næ ekki til þín.
Sé þig brotna niður við hlið mér,
horfa á mig með brostnum augum.
Lítur á mig en sérð aðeins dauðann,
ég sé þig en næ ekki til þín.
Þú veist að ég elska þig,
en dauðin tók völdin.
Ég skildi þig eftir,
löng verða kvöldin.
Saknarðu mín spyr ég, en fæ engin svör.
Langar að öskra og gráta,
en smabandið rofnar.
Ég horfi á þig sitja og tala,
umlykur þig tómið sem eitt sinn var birta.
Elska þig ávalt og alltaf,
Elskaðu mig, finnndu mig í tóminu.
Dýrkaðu mig, leggstu mér við hlið í myrkrinu.

Þetta er eiginlega bara rugl sko. En ég ætla að koma með betir ljóð, ég lofa..! =) Er vön að ríma alltaf, en þetta var bara einhver vitleysa.
He who wants a rose must respect the thorn…