Hér er ljóðið sem er í headerinum, ég veit ekki hvort þið séuð búin að fatta það en hey! Ég fór nú bara að sýna þessu áhugamáli smá áhuga fyrir hálfri viku eða svo… Þekkti samt ljóðið strax og ég sá hverjir ætla dæmið… Enda fyrsta línan ein af mínum uppáhalds…

Einræður Starkaðar

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

Einar Benediktsson
-Munkur-