Í fyrra var ég að vinna á hóteli. Á starfsmannaklósettunum voru svona pokar fyrir klósettpappír (3 rúllur) með litlum ljóðum á og svo fóru starfsmennirnir að semja framhald og fleiri ljóð :P Þetta varð svona eiginlega hefð. En mig langaði bara að setja hérna flest ljóðin.


Klósettljóð


Rúllur eru eftir tvær.
Engin hætta þér er nær.

Ekki þarf að æðrast nú.
Eina rúllu hefur þú.

Útlát verða ekki flúin.
Er nú þriðja rúllan búin.

Fjórða rúllan var of stutt.
Verður henni úr sessi rutt.

Þolir ekki meiri bið.
Fimmta rúllan tekur við.

Sjöttu rúllu sækir maður.
Skeinir sér og verður glaður.

Illa við nú rassinn rekur.
Rúllu númer sjö þá tekur.

Pappírsrúlla endar fljótt,
hvað á ég að gera?
Í klóinu liggur skánagnótt
og einhver er að hlera.

Úrgangurinn æðir út,
út um allar trissur.
Allir þurfa skeiniklút
fyrir kúk og pissur.

Inn á klósett hlaupa varð,
inn í einum grænum.
Kom þá bara lambasparð
ásamt nokkrum sprænum.

Svo voru nokkur léleg ljóð sem við vorum ekki nógu ánægð með.

Á klósettinu skynjandi
sitthvað heldur slakt,
ljóð með slæma hrynjandi
og hvorki rím né takt

Ég verð mig að játa svo sammála síðasta
sammælta skáldi að heimta ég verð
að umtalað leirskáld nú fremji sitt fríðasta
frat-ljóð í komandi salernisferð