Það er komið kvöld, kertið er að klárast virðist mér, ég er ennþá hér.
Liggðu aftur, losaðu, ljúktu aftur augunum.
Ekkert liggur á.
Út´er fönnin köld, frosið allt og dimmur desember,
Ég er ennþá hér.
Húsið sefur, himnaljós varpa bjarma ´á blómarós, ekkert liggur á,
Þetta ‘er okkar nótt, og okkar einu líf.
Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér.
Sérhvert andartak er eilíft fyrir mér, útilokum allt…við ein.
Það er eins og allt, einhvern veginn hefjist hér og nú,
ástæðan ert þú.
Leggðu hönd í lófa minn, langt ´í burt ´er dagurinn.
Ekkert liggur á, þetta ´er okkar nótt, og okkar einu líf.
Ég vil njóta hverrar mínutu með þér,
ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér.
Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér,
og ég hugsa um ekkert annað eins og er
Ég vil njóta hverrar mínútu með þér,
ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér
Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér
Útilokum allt, við ein.

– Sálin hans Jóns míns

Mér fannst nauðsynlegt að sýna þenan texta hér, sem er að mínu mati sá fallegast sem ég hef heyrt.