Það er eins og heimurinn breytist
þegar maður lendir aftur heill á húfi
hérna heima,
hér á Íslandi, kominn frá útlöndum.
Og þegar maður horfir á landið,
hraunið, grasið, eða skortinn á grasinu,
allt koma nær.
Svo það besta, þegar maður gengur útúr Leifsstöð,
finnur lyktina af morgninum, sólin varla risin,
enda er þetta svalur ágústmorgun.
Maður er kominn með leið líka á hitanum,
fékk nóg af honum seinustu tvær vikurnar.
Svo þegar maður kemur heim,
allt fínt og vel til tekið,
vonda lyktin af heita vatninu.
Það er samt sólarupprásin sem er best,
þegar maður keyrir heim frá Keflavík,
með sólarupprásina í bakið.
Allt þetta er það besta við að koma frá útlöndum.
It's dolemite baby!!!