Um daginn rakst ég á geisladisk með hljómsveitinni múm og Andra Snæ Magnasyni, þar var eitt flottasta ljóð sem ég hef heyrt og ég vill endilega fá að skrifa það hér til að leyfa öðrum að lesa það.

Flugvélabensín.

Flugvélabensín. Það er besta lyktin.

Að ganga útúr útlenskri flugstöð og finna hvernig lyktin af flugvélabensíni blandast díselreyknum frá langferðabílunum í hitamollunni, um leið og maður sér eftir því að hafa flogið í síðbuxum og maður er dálítið hræddur um að vera rændur en veit samt að næstu tvær vikur verða skemmtilegar.

Flugvélabensín. Það er ævintýralyktin, og þegar maður finnur sömu lykt við Reykjavíkurflugvöll þá fær maður fiðring í magann og sér eftir því að hafa farið í buxur og heldur að næstu tvær vikur verði alveg frábærar.
It's dolemite baby!!!