Tilfinngar. 
Með kverka fulla af blóði. 
Kreppta hnefa, kjaft fylli af sandi. 
Ég bölva í hljóði og syndi að landi. 
Með höfuð úr grjóti. 
Brimbrattar tilfinningar, berja mig niður. 
Ég berst á móti, djúpur er reiðinnar hylur . 
Með rísandi reiði. 
Rámri röddu, ríf ég þögnina. 
Ég leggst í eiði, og flýt við höfnina . 
Með andlitið niður. 
Anda vatni, annars huga. 
Ég finn það er friður, og læt það duga.
Marzellius
                
              
              
              
               
        







