Réttur hérans


Þann ´rétt hver héri hefur
að háma kál í svanginn,
á meðan maginn krefur,
- Það má hann litli, anginn,
og liggja í leiðslu værri
sé lágfóta ekki nærri.

Og vilji vondur refur
sér veiða héra í soðið,
þann rétt þá hérinn hefur
- og honum er það boðið-
að hlaupa á harðaspretti, til
að hættu hann undan beri,
- En að heita annað en héri
á hérinn engann rétt til.

Eftir Gustaf Fröding, eitt af uppáhalds ljóðskáldunum mínum.
(¯`v´¯)