Dóttir mín


Þá ertu loksins litla skinn,
létt í heiminn borin.
Því hann lofar, faðir þinn,
að fylgja þér fyrstu sporin.

Nú sjötta árið er gengið um garð,
gimsteinn í augum mínum.
Oft pabbi tárin þerra varð,
af votum hvörmum þínum.

Nú ertu ástin og yndið mitt,
orðin sextán ára.
Megi allt æviskeiðið þitt,
ávalt vera án tára.

Brátt mun ég ljúfust, ljúka vakt,
lífið mun verða þitt.
En sem faðir, stoltur get ég sagt.
Sjá, þetta er barnið mitt.

Rakst á þetta ljóð á baggalútur.is, varð að deila því með ykkur :)