Ástin eins og hún er

Ég kalla á þig en þú ekki heyrir.
Þú lítur á mig en ekki mig sérð.
Ég snerti þig en þú finnur ei.

Ég brenn af þrá,
Þrái að finna hönd þína við kinn mína,
Varir þínar við varir mínar,
En það gerist ekki.

Ástin er blind en hatrið enn blindara.
Verst að ég get ekki hatað…..
Ekki þig.

Minningar

Minningar,
Læðast að manni fljótari en vindurinn.
Minningar,
Ferð um lífið.
Minningar,
Sumar góðar, aðrar slæmar.
Minningar,
Æskunnar gull.

Þreyttar sálir

Þreyttar sálir
veltast um á himni,
Biðjandi til Guðs
að klukkan hætti að garga.
Hálfsofandi rífa þær sig uppúr rúminu
og sofandi ganga í skólann.
Komast þangað heil
bara af gömlum vana.
Sitja og hugsa um
hversu gott það væri
Ef maður lægi í rúminu,
bara smá stund lengur.
En í staðinn hlustar maður,
á kennara blaðra um eitthvað,
Eitthvað sem maður veit ekki hvað er.
biður til Guðs að þeir þagni.
Er að verða brjáluð
þegar ég heyri það,
Þennan yndislega hljóm í bjöllunni.
Ég hleyp út
og faðma frelsið að mér.

Ísland

Ég geng um landið
Í leit að því.
Þessu eina sanna.
Þessu sem, er þar,
Hér, allstaðar.
En finn það ekki.
Svo lít ég niður,
Þar er lítið blóm,
Þá finn ég það,
Ég hafði það alltaf í mér.
Og ég veit hverju ég leitaði að,
Og ég finn að ég er glöð,
Glöð yfir að vera íslendingur

Þú

Þú lætur mig hlægja er ég þarfnast þess.
Er ég græt, huggar þú sál mína og hjarta.

Við eigum saman góðar stundir,
Okkar litlu ástarfundir.

Ef rödd þína ég heyri,
Ég fyllist af gleði og hamingju.

Ef þú snertir mig,
Finn ég hversu heitt ég elska þig.

Og ég veit í hjarta mínu,
Að okkur er ætlað að vera saman,
Saman að eilífu.

Með ást minni og ást þinni,
Getum við bjargað heiminum frá hatri.

Söknuður og tár

Tár er söknuður og söknuður er tár.
Ég hugsa um þig, og einmannaleikinn hellist yfir mig
eins og kalt vatn.
Söknuður fellur á kinn mína
Og ég finn fyrir tári.

Hvíti Riddarinn

Að engjast um af ást
Eiga sér engin leyndarmál,
nema þetta eina
En það er ekki leynt..
Að vita að þú færð ekki ást lífs þíns
nema með baráttu.
Of veikburða..
Getur ekki barist
Heimurinn hellist yfir þig.
Þú færð kalda gusu af veruleika á þig
Þú skilur að sá sem þú elskar…
Er ekki sá sem þú heldur
Langar til að gráta
En grætur þó ekki
Lætur ekki bugast
Útilokar allt…
En fyrst og fremst þó hann.
Grætur ekki lygar
Þú áttar þig á að leitin hefst að nýju..
Að fullkomna riddaranum,
þeim sem þú munt elska að eilífu

Annar slæmur dagur

Í næturmyrkrinu heyrist grátur þeirra særðu
Grátur og sorg,
Hatur og org.
Ég þjáist hvern dag því þú ert ekki hér,
Ekki þar, hvergi…
Þú ert mér hulinn,
Sé bara ímynd þína.
Sál þín er ekki eins og ég hélt.
Þekki þig ekki lengur.
Varstu nokkurtíman hjá mér í hjartastað?
Þú hvílir hjá englunum, kannski fæddistu aldrei.
Það er ekki hægt að syrgja það sem að er ekki,
Var ekki og mun aldrei verða.
Ætli ég sé þá glöð eftir allt saman?
Það er þunn lína milli gleði og sorg,
Kannski er engin lína hjá me´r,
Það er bara þoka.
Ekkert nema þykk þoka lífsins

Jááá.. ´herna eru nokkur ljóð eftir mig.. ég er kannski bara vonlaus í þessari ljóðagerð.. en hvað finnst ykkur?
“A smile is the curve that sets everything straight.” -