Ég settist niður á bekkinn
með þreyttar og úr sér gengnar fætur
og varpaði öndinni.
Fullt af fólki, betlurum, túristum, infæddum og…henni.
Augun strönduðu á andliti hennar.
Ég reyndi að beina augum mínum annað, en þau komust ekki langt,
Þau festust aðeins við aðra hluta af henni.
Japlið í samferðarfélögum mínum dvínaði út.
Hár, augu, fótleggir, fatnaður.
Augun mín og hjarta leituðu í sameiningu upp línur hennar
og hjarta mitt barðist örar og andadráttur minn þyngdist.
En rólegt og friðsælt yfirbragð hugsaði ég með mér.
Dökk, yfirlitum, svart hár, greinilega suðræn.
Ég, yngri en hún en fann samt greinilegt og sterkt lævísið aðdráttarafl hennar.
Ég var kominn að andliti hennar sem ég myndi gæða mér á í rólegheitum.
Smá símskeyti hennar virtist ekki vera svo smátt og ég gæddi mér á undraverkinu
Gripinn!
Augun hennar leituðu skyndilega beint á mig upp frá símanum.
Roðinn hitaði mér full mikið.
Ég horfði niður.
Ég reyndi að slíta mig frá henni, en…var aftur kominn af velsköpuðum, stinnum fótleggjum hennar.
Lét það nægja…í bili.
Augu mín leituði ósjálfrátt upp fótleggi hennar.
Ég fann hún horfði á mig og fylgdist með hvernig ég afklæddi hana í huga mínum.
Ískrið vakti mig til meðvitundar úr þessum ljúfa dásvefni sem lofaðir menn geta leyft sér.
Hún stóð upp og þegar ég ætlaði að stela mér smá bita til að láta eftirbragðið geymast vel, þá mættust augu okkar aftur.
Ég fann ekki til neinnar blygðunnar og horfði í þau, djúp…brún…seiðandi.
Ég fann sælutilfinningu færast um mig allan.
Hún brosti. Hún brosti þessu brosi sem ég skildi hvað þýddi.
Ég brosti á móti.