Minn hinnsti dagur

Minn hinnsti dagur
er að kveldi kominn.
Ekkert meira.
Hvað svo?

Spurningarnar byrjuðu að vakna
í morgun er ég heyrði orðin.
Hugsanirnar tóku af stað.
Hvað geri ég í dag?

“Þú átt einn dag eftir ólifaðan!”
Við þessi orð tók ég að skjálfa.
Af hverju ég? Hvað gerði ég?
Svo rann það upp fyrir mér.

Af hverju ekki ég?
Af hverju ætti mér að vera hlíft?
Af hverju ekki ég frekar en einhver annar?
Úrræðalaus. Ég get ekkert gert meira.

Er þetta ekki bara auðveld leið burtu?
Í burtu frá mínum vandamálum.
Ætli það sé ekki bara verið að gera öðrum greiða.
Þau eru hvort eð er betur sett án mín.

Án mín og minna vandamála.
Minnar frekju, ráðsemi og ákveðni.
Það er verið að gera mér greiða.
Það er verið að gera öðrum greiða.

Tárin byrja að hrinja,
ég get ekki meir.
Ég gefst upp.
Þetta er búið.

Þú átt einn dag eftir ólifaðan
voru mín eigin orð og ákvörðun.
Þetta er komið nóg.
Þetta hefur bugað mig.

Nú er tíminn,
minn tími er liðinn,
ég er farin,
hittumst hinum megin.

Hinum megin við regnbogann.
Ég bíð þar með opna arma.
Bíð eftir að þú komir hlaupandi
svo við getum aftur verið saman.

Mitt ljóð, mín orð. Vinsamlegast virðið það.