Það hefur nú náð athygli minni að ljóð sem við semjum og sendum sem grein á áhugamálið og fáum samþykkt fáum við ekki inná lista okkar yfir greinar sem við höfum skrifað. Af hverju ekki? Eru ljóðin ekki jafn merkileg og grein sem gagnrýnir tónlist, kvikmyndir eða bækur eða fjallar um einhverja herkænsku aðferð í tölvuleik? Ég bara spyr. Mér finnst að stjórnendur hér ættu að koma því að að fá ljóðin okkar viðurkennd sem innsendar greinar. Ég sé bara enga ástæðu fyrir þessu.