Píndir,flýjandi þrælar

Oddhvassir steinar
Skerast í hold og bein
Lausar eru mínar reimar
Mikið vildi ég komast heim

En heim er ekki möguleiki
Ég reika hér um villtur
Ég er hér einn á reiki
Alveg að verða trylltur

Rekast og skerast í steina
Hvassa sem hnífsblöð
Sama hvað bjátar á, ég verð að reyna
En ef ég kemst heim, bíður mín reikningaröð??

Ég hrapa á kné mér
Drepast úr sársauka og þreytu
Helst vildi ég ekki vera hér
Vildi komast heim og baða úr heitu

Ég verð að reyna
Verða halda áfram minni göngu
Og verð vonandi á morgunn heima
Og lokið göngunni löngu
————–