Ég er einstakt snjókorn.. ég er ekki eins og hinir
Ég get nefnt mörg dæmi og þetta er bara brot af því
Mér er sama hvað þið fílið og sama hvað þið viljið
Það mun aldrei hafa áhrif á mig og ég get lofað því
Mér er sama um þá sem efa mig og ég hef gott af því
Er ekki að rappa til að ná langt heldur til að hafa gaman af
Mér er sama þó þú hatir mig og segjir að ég sé wannabe
Bara líttu í egin barm.. mér er sama um skoðanir annarra
….Er ekki tilfinningalaus og hata ekki aðra
Þetta er bara eitthvað sem þið bjugguð til til að hata mig
Lifi ekki á því að því að rappa… þótt ég sé rappari
Er engin stereótýpa, ekkert gimmick og ekkert kjaftæði
Ég er bara venjulegur gaur, hef beint mér á rétta braut
Veit að ég er góður en veit að ég er ekki bestur
Kem með mitt shit, mín ljóð og held áfram að semja þau
Sama hvað þú segjir og sama hvað þú heldur

Frá því ég byrjaði að rappa hef ég verið egin herra
Lét ekki aðra stjórna mér en samt tók ég við ráðum
Og núna er ég ekki á toppnum.. en samt er ég hérna
Hef lært mikið og bætt mig á öllum þessum árum
Með föður minn sem fyrirmynd.. og mín markmið
Eru að koma mínu á framfæri og í hlustir annara
Aldrei hætta að semja texta og spitta mínu rappi
Og fá athygli og virðingu annarra rappara
Ég er bara ég… og það mun ég alltaf vera
Og aldrei fokkin efa það, og aldrei fokkin gleyma því
Rapparar gagnrýna mig fyrir að semja væmna texta
En ég elska þessa stelpu og hvernig ætlar þú að breyta því?
Þótt ég sé aðeins 15 núna hef ég gengið í gegnum margt
Hef misst minnið, verið svikinn og stunginn oft í bakið
Veistu hvað ég meina…? Nei þú bara heldur það
Fávitar.. ekki dæma þegar þið þekkið ekki manninn

Mér sama hvað þér finnst um mig og sama þótt þú efir mig
Því þú veist ekki shit hvað ég hef gengið í gegnum
Þegar elsa maría litla frænka dó þá dó hún mér við hlið
Hef þurft að bera alltof fokkin mikið á mínum herðum
Baktala mig allir? Mér er sama hvað þið haldið
Ekki shit í mínum augum, svo ekki segjast vera vinir
Þið fáið þetta allt saman í bakið, þið getið bara haldið kjafti
Það er alltof seint að reyna að fyrirgefa og semja friðinn
Það ræður enginn yfir mér.. alveg sama hvað
Samkvæmur sjálfum mér og læt ekki aðra stjórna mér
Hef alltaf verið ég frá því ég var bara barn
Fæðingarstaður: Akranes… nafn: Jóhann D.
En hvað er á bakvið manninn? hvað er á bakvið nafnið?
Mín fortíð… mitt líf.. og ein lítil brotin sál
Þrátt fyrir allar þessar þjáningar og allar þessar kvalir
Hef ég staðið upp með stolti öll síðastliðin fokkin ár.

já.. komment væru vel þegin
“enginn veit hvað hann hefur átt fyrr en það er glatað