Ljóð?

Hvar er línan milli óðs,
og óþjáls texta?
Hví teljast orð til ljóðs,
ef þau gera ei sitt besta?

Hví eru ljóðin ekki lengur fagurlega bundin?
Bara hrá og köld orð sem hent eru í hundinn.
Skáld nú heitir annar hver og hver maður
sem á pappa getur hniprað endalaust bull og blaður.

tss.. er það nú þvaður…
“að elska örlög sín, nauðugur, viljugur”