hvort það er tilviljun að nýjum ljóðum sé iðulega potað á eftir ljóðum stjórnenda. Ef mörg ljóð er samþykkt í einu og stjórnandi á eitt þeirra á meðal, þá er það jafnan efst. Ef stjórnandi á ljóð á forsíðunni og ný ljóð eru samþykkt, þá er stjórnandaljóðinu gjarnan lyft upp á miðja síðu. Abigel átti ljóð hérna inni í gær, það var efst á forsíðunni. Nú eru komin sjö ný (Pardus á að sjálfsögðu efsta ljóðið) en Abigel er ekki neðst á forsíðunni eins og hún ætti að vera, heldur fyrir miðju. Þetta er ekki einstakt tilfelli heldur regla, ég er langt frá því að vera ein um að hafa veitt þessu athygli og ég myndi gjarnan vilja heyra stjórnendur svara fyrir sig.
MBK,
Hildur.